Sveigjanleikinn er kostur við fjarnámið

Guðjón Örn Magnússon er ungur mýramaður sem starfar sem grunnskólakennari á Hornafirði . Þetta er fimmti veturinn hans  sem umsjónarkennari, með hléum þó, þar sem hann hefur verið í fjarnámi í kennslufræðum. Hann hefur nú lokið B.Ed. gráðu í kennslufræði með náttúrufræði og samfélagsgreinar sem kjörsvið.

Hvað varð til þess að þú ákvaðst að fara í kennaranám?1013129_10201196546171653_833758119_n

Guðmundur Ingi hafði samband við mig árið 2008. Þá lá ég heima hjá mér í gifsi eftir ökklabrot og hann bauð mér að kenna einn vetur náttúrufræði í Heppuskóla. Hann bauð mér þetta tækifæri, ég tók því og eftir einn vetur sá ég hvað það væri gaman að kenna og ákvað að skrá mig í skóla og fara að mennta mig í þessu. Síðan þegar ég var búinn með B.Ed gráðuna þá fékk ég starf hérna og hef verið í því síðan. Það var það að ég fékk að prófa kenna sem gerði útslagið að ég fór í skólann.

Þú tókst háskólanámið í fjarnámi, afhverju ?

Ég tók háskólanámið í fjarnámi því ég sá ekki fram á það að geta verið í skóla og námi sem að er þá eitthvað sem er nauðsynlegt fyrir þá sem eru ekki fjársterkir. Ég hefði þurft að fara í fulla vinnu bara til þess að safna mér pening til þess að fara til Reykjavíkur en eftir þennan vetur sem ég var að kenna hérna þá hugsaði ég fer bara strax í þetta svo ég geti menntað mig svo ég geti upplifað meira öryggi því þegar að þú ert leiðbeinandi og einhver sækir um starfið þitt þá fær hann það skiluru. Þannig ég hafði ekkert atvinnuöryggi þá. Ég ákvað að fara strax að mennta mig ég var ekki loðinn um lófana eins og maður segir. Ég hafði heyrt af fjarnámi, að það væri möguleiki og ég ákvað bara að slá til og sjá hvernig mér myndi líka það og það var með þeim hætti að ég þurfti að fara tvisvar á önn í bæinn til þess að sýna verkefnin mín aðalega hvað ég væri að gera og það gekk bara vel, þrusuvel þannig ég ákvað að þetta væri bara gott form fyrir mig. Þetta gerði líka það að verkum að gat verið nálægt fjölskyldu minni. Gat verið í sveitinni þar sem ég kann best við mig þannig þetta var bara tvær flugur í einu höggi að geta verið í sveitinni sinni og geta menntað sig í leiðinni.

Mæliru með þessari aðferð?

Kostirnir geta verið eins og fyrir mig ég gat verið hjá fólkinu mínu, ég hafði sveigjanleika og þurfti ekki að mæta í tíma. Ég gat valið; já ég er að moka skít í dag, best að hlusta á tímann sem var í dag í nátturufræðinámskeiðinu mínu klukkan ellefu í kvöld. Ég hafði allan sveigjanleika í heimi. Ég gat líka ákveðið þegar ég var mikið að gera eitthvað annað í þessari viku þannig námið situr á hakanum í þessari viku og ég tek bara frá morgni til kvölds næstu viku þannig að sveigjanleikinn frábær. Að þurfa ekki að eyða öllum mínum pening í húsaleigu í Reykjavík.

Gallarnir klárlega þeira að þegar maður er í skóla þá er maður í skóla með öðru fólki og ég kynntist þessu fólki því miður bara ekki neitt. Það voru bæði staðnemar og fjarnemar sem að ég var að hitta og vinna verkefni með þegar að ég var í staðlotum sem var greinilega alveg frábært fólk sem að maður ætti kannski góðann vinskap við í dag en missti eiginlega af tækifærinu af því að maður var á Hornafirði.

Félagslegi þátturinn við það að vera í skóla er náttúrulega eitthvað sem er ekki hægt að verðleggja, hann er ómetanlegur í raunninni þannig Að vera í fjarnámi getur verið hálf einmannalegt hvað það varðar. Þú ert kannski með vinnuhóp en þið heyrist bara á skype klukkan þetta þennan dag því það getur enginn verið við tölvuna nema akkúrat þá.
Það er þessi persónulega nánd við aðra nemendur sem vantaði alveg upp á hjá mér, það er stærsti gallinn. Og auðvitað aðgengi að kennurum en þeir svöruðu mér alltaf á endanum ef maður senti bara tölvupóst. En það er alltaf skemmtilegra að geta talað við kennarann sinn augliti til auglitis, þannig að stundum var það kannski erfiðara að vita hvað kennarinn var að reyna fá út úr verkefninu sem hann var að leggja fyrir mann. Maður er ekki alveg með það á hreinu af því maður er ekki í tímanum. Spjallið milli kennara og nemanda skiptir líka máli, sérstaklega maður á mann.

Væri hægt að stunda háskólanám í öðrum greinum á sama hátt og þú gerðir?

Klárlega, í bóklegum fögum ætti þetta að vera lítið mál og vonandi í greinum þar sem krefjast einhverrar ákveðnar aðstöðu þá væri draumur að geta komið upp þannig aðstöðu hér á Hornafirði. Ég vona að fólk sem býr hér og kannski kemst ekkert endilega í burtu eða vill ekkert fara í burtu eigi kost á því að mennta sig eins langt og það geti á staðnum. við þurfum ekki að fá fólk til baka ef fólkið þarf ekki að fara eða vill ekki fara. En þá eru auðvitað margir þættir sem þurfa að spila inn t.d. þarf hér að vera eitthvað fyrir ungt fólk til þess að það vilji koma hingað, ég held að það sé eitt af aðal vandamálunum sem blasir við okkur núna er húsnæði og hvað það er að gera fyrir unga fólkið.

Hafþór Snorrason