Áttundubekkingar staðráðnir í að búa á Höfn í framtíðinni

Krakkarnir í 8.bekk í Grunnskóla Hornafjarðar eru öll full af hugmyndum um hvað þau ætli að gera í framtíðinni, eins og við fréttamennirnir komumst að í síðustu viku.  Áhuga okkar vakti hinsvegar það, að tæplega 80% viðmælenda í 8. bekk voru staðráðin í því að vinna á Hornafirði í framtíðinni.
Við spjölluðum við 8.G og 8.R um framtíðarplön þeirra. Hvað þau vildu starfa við og hvort þau myndu vilja starfa við það hér á Hornafirði.

12179764_10205023175166812_710260467_nArnrún Mist Óskarsdóttir 13 ára
Arnrúnu langar að vinna sem hestakona í framtíðinni. Hún hafði hugsað sér að búa í Nesjunum og vildi alls ekki fara eitthvert annað. Það er þá vegna þess að hún segir hestamenninguna hér í Austur-Skaftafellssýslu mjög góða og einnig þekkir hún til hestanna hér og gæti því ekki hugsað sér að búa og starfa annars staðar.

 

 

12200665_10205023172446744_1231709311_nEyþór Ari Ingibjargarson 13 ára
Eyþór á heima á Borg á Mýrum ásamt fjölskyldu sinni. Í framtíðinni þá ætlar hann að taka við búinu og ætlar því að búa hér nálægt Höfn. Hann sér ekki fyrir sér að gera eitthvað annað en það í framtíðinni og er staðráðinn í því að flytja ekkert.

 

 

 

12179931_10205023173086760_555468499_n

Gréta Sól Ingólfsdóttir 13 ára
Gréta er nokkuð viss um hvað henni langar að starfa við í framtíðinni. Hún hallast að förðunarfræðinni, en veit að hún getur ekki lært það hér. Hún stefnir því á það að læra förðunarfræði annars staðar og svo langar henni að snúa aftur heim og opna sína eigin snyrtistofu hér á Höfn.

 

 

12048704_10205023175806828_1844770280_nMaría Andersen 12 ára
Henni Maríu langar að verða dýralæknir í framtíðinni og gæti vel hugsað sér það að vinna hér á Höfn í framtíðinni. En einnig hafði hún hugsað sér það að ferðast um allt landið og flakka á milli bæja, enda þurfa öll bæjarfélög á dýralækni á að halda.

 

 

 

12179418_10205023172046734_809678912_nPatrekur Máni Halldórsson 13 ára
Patrekur hafði ekki velt mikið fyrir sér hvað honum langar að gera í framtíðinni. Hann sagði okkur þó að hann gæti vel hugsað sér að verða lögregla.
Hann vildi hinsvegar ekki starfa við það hér á Höfn, hann sagði að það væri líklega ekki nóg að gera.
Honum langar að fara til Reykjavíkur og gerast lögregluþjónn og Akureyri kæmi einnig til greina, en hann vildi þó ekki fara til útlanda því þar heldur hann að sé of mikið að gera.

 

12179297_10205023174406793_726441498_nSindri Blær Jónsson 13 ára
Sindra langar að vera atvinnumaður þegar hann verður eldri. Hann sagði okkur að ekki væri hægt að græða mikið í motorcross geiranum hér á Íslandi, og til þess að græða eitthvað að viti þyrfti að flytja til útlanda.

 

 

Ljóst er að meirihluti 8.bekkjar hugsar sér að búa hér á Höfn eða í nágrenni þegar þau verða eldri. En áður en við kvöddum grunnskólann tókum við stutt stopp í skólastofu hjá 10.N og spurðum allan bekkinn hvort þau myndu sjá sig búa og starfa á Hornafirði í framtíðinni. Þetta tveggja ára aldursbil á milli árganganna felur gífarlegar breytingar í sér þegar kemur að framtíðarsýn. Aðeins helmingur krakkana í 10.N gat hugsað sér að búa á Höfn og starfa við það sem þeim langar að gera í framtíðinni.

12179853_10205023171646724_428740754_nIngólfur Ásgrímsson 15 ára
 var einn þeirra sem var nokkuð staðráðinn í því að flytja ekki frá Höfn.Rök Ingólfs fyrir því afhverju hann vill ekki flytja frá Höfn og vinna annars staðar eru frekar einföld. Hann langar að verða sjómaður þegar hann verður eldri og heldur hann því fram að Hornafjörður sé frábær staður til að stunda sjómennsku.
Annar kostur segir hann að öll fjölskylda hans búi hér og honum líkar einfaldlega mjög vel að búa hér á Hornafirði.

 

 

12188521_10205023187167112_1453920605_nSalóme Morávek 15 ára var hinsvegar nokkuð viss um að ef að hún fengi draumastarfið, þá gæti hún ekki sinnt því frá Hornafirði. Þegar hún verður eldri þá langar henni að vinna við eitthvað tengt leik- og sönglist.
Henni þykir ekki mikið koma til leik- og söngmenningar hér á Hornafirði, að minnsta kosti finnst henni ekki mikið fyrir ungt fólk að gera á þessum sviðum. Hún benti á að framhaldsskólinn setur vanalega upp eina leiksýningu á ári, og að grunnskólinn hafi val um það að fara í leiklist, sem er gott og gilt en samt sem áður sér hún ekki fram á að geta unnið fyrir sér ef hún skyldi starfa á þessu sviði hér á Hornafirði.

 

Eins og sést munar miklu á skoðunum 8. og 10. bekkjar um hvort nauðsynlegt er að búa í stærra samfélagi til að fá það starf sem þau óska sér. Líklegast er að hlutfallið yrði enn minna þegar kemur að brottflutningi, því eldri sem ungmennið sem spurt er.

Anna Birna Elvarsdóttir og Katrín María Sigurðardóttir