Byggingarkostnaður er hærri en söluverð
Aldurshópurinn á aldrinum 20 -35 ára er fámmenur á Hornafirði og vildum við nemendur í FAS komast að því hvers vegna og hverjir væru möguleikar okkar sem framtíðarhornfirðingar. Við ákváðum að ræða þessi mál við Björn Inga Jónsson bæjarstjóra Hornafjarðar.
„Þetta eru fyrst og fremst skólanir, fólk er að færa sig annað í háskóla. Fólk er einnig að byrja að stofna fjölskyldur. Það er aðal ástæðan af hverju landsbyggðin er að missa fólkið á þessum aldri. Þetta er vandamál á landsvísu. En einnig er kannski vandinn sá að við eigum erfitt með að bjóða fram nógu fjölbreytt störf fyrir þetta menntaða fólk. Til að fá fólk til að flytja aftur á Höfn“.
En hvað með að afla sér menntunar á Höfn?
„Það er aðstæða til að stunda háskólanám hér á Höfn en það eru kannski ekki allir að nýta sér það af því þeir hafa búið á Höfn allt sitt líf og langar að fara annað og öðlast reynslu og þekkingu að búa annarstaðar , það er eðlilegur þroski. Einnig er fleiri félagstörf í öðrum háskólum. Ég tel að það séu verðmæti í því að nemendur fari og mennti sig en það sem við sem bæjarstjórn og bæjarfélag þurfum að gera er að sjá um að við höfum þær aðstæður og störf fyrir þau. Þá koma þau til baka með víðara sjónarhorn og kannski með maka og þá fjölgar okkur og fáum fleiri hugmyndir.“
Hvernig er staðan varðandi húsnæðismál á höfn?
„Staðan mætti vera betri hér er vöntun á húsnæði, sveitafélagið er nýlega búið að fara í gegnum mikla skoðun. Staðan er sú að kostnaðarverð er hærra en söluverð á húsum. Söluverð húsa er í kring um 200 þúsund á fermetra en byggingarverð er um 280 þúsund á fermetrann. Bærinn hefur verið að velta fyrir sér að byggja fleiri leiguíbúðir og áttu fund með íbúðarlánasjóði um hvaða möguleikar eru á því. En sveitafélagið á 42 leiguíbúðir á Höfn en það vantar meira.“
Hvernig hefur Hornafjörður þróast sem bær síðustu ár?
„Þetta er ekki góð þróun að missa fataverslanir, bakarí og barinn, en bærinn hefur samt enginn völd til að skikka fólk í atvinnurekstur. Það er stóraukinn fjöldi ferðamanna á ferðinni að manni finnst að einkarekstur fyrirtæka ætti að geta gengið.“
Starfræðikennarinn kom og byrjaði að kenna þegar önnin var hálfnuð vegna skorts af húsnæði er þetta boðlegt?
„Nei það er mjög slæmt en framhaldsskólinn er ekki á vegum sveitafélagsins heldur ríkisins. En þetta tengist húsnæðisskortinum. Þetta er alls ekki boðlegt og er ekki gott fyrir nemendur en þess vegna erum við búinn að skoða þessi húsnæðismál sem þarf að bæta.“
Hvernig sérðu Hornafjörð fyrir þér eftir 20 ár?
„Höfn verður mjög eftirsóknarverður stað til að búa á fyrir ungt fólk, aldraða og allt þar á milli. Það er mikil samstaða hér og mikill vilji til að vinna góð verk. Markmið og árangur er númer 1,2 og 3 og pólitíkinn er sett til hliðar. Ef þetta verður áfram á þessari braut verður tryggt að öll sú grunnþjónusta verði til staðar; leikskólar, heilsugæsla og læknar og allt það sem því fylgir, segir Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri Hornafjarðar.
Þorsteinn Geirsson