Ung rödd á vísindadögum í FAS

2015-10-29 10.30.36Þessi vefur er verkefni nemenda í Fjölmiðlafræði í FAS en stofnun hans er hluti af þátttöku þeirra í fjölþjóðlegu verkefni sem Þekkingarsetrið Nýheimar er aðili að. Verkefnið sem ber heitið Mótstöðuafl (e. Opposing Force) felur í sér valdeflingu og umfjöllun um atgervisflótta og stöðu ungs fólks í dreifðum byggðum.

Á vísindadögum í FAS sem standa yfir í þessari viku barst ritstjórn vefsins liðsauki og hefur öflugur hópur nemenda unnið að efnisöflun og fréttaskrifum á vísindadögum.  Í hópnum eru:  Anna Birna Elvarsdóttir, Áróra Dröfn Ívarsdóttir, Björk Davíðsdóttir, Hafþór Snorrason, Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir, Katrín María Sigurðardóttir, Maria Selma Haseta, Nikola Zvirblis sem er vefstjóri, Ólöf María Arnarsdóttir, Sunna Dögg Guðmundsdóttir, Þorsteinn Geirsson og Vigdís María Borgarsdóttir.