Okkur vantar ungmennahús á Höfn

Hvað er ungmennahús?

Ungmennahús er miðstöð fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára. Meginmarkmið ungmennahúss eru að veita ungu fólki aðstöðu og aðstoð við þær hugmyndir sem þau vilja framkvæma. Það stuðlar að ýmsum skapandi greinum eins og listum og menningu. Helsta markmið ungmennahússins er þó fyrst og fremst forvarnir.

12180193_910254215720852_462977196_nHvernig starfa ungmennahús á Íslandi?

Ungmennahús á Íslandi starfa flest öll undir Samfés og er 16 hús skráð þar í dag. Hvert hús þarf að borga ákveðið árgjald til að vera með en í staðinn fá starfsmenn það tækifæri til að funda með öðrum ungmennahúsum.
Ungmennahúsin eru öll með sömu meginmarkmiðin: aðstaða, aðstoð, hugmyndir og samskipti. Þau fagna fjölbreytileikanum og reyna sitt besta til að veita öllum hjálp. Í flestum húsum starfa svokallaðir skipulagshópar sem vinna að uppbyggingu og mótun starfsemi hússins í samvinnu með starfsmönnum hússins. Þeir eru skipaðir af áhugasömum og fjölbreyttum einstaklingum. Það eru þó hús þar sem starfsmenn sjá sjálfir um uppbyggingu og mótun starfsemarinnar.

Hvaða áhrif myndi ungmennahús hafa á Höfn og ungmennin þar?

Oft er talað um ‚stökkið‘ sem verður þegar einstaklingur klárar grunnskólaárin og menntaskólinn tekur við. Í grunnskólanum er haldið utan um mann með hlýjum örmum og maður fær allt í hendurnar. Kennararnir halda utan um lærdómurinn og félagsmiðstöðin heldur utan um félagslífið. En þegar kemur að menntaskóla er þetta allt í einu komið í manns eigin ábyrgð og enginn annar sér um námið. Félagsmiðstöðin er ekki lengur til staðar og ekkert kemur í stað hennar. Nemendur vita ekki hvað þau eiga að gera í frítímanum annað en að læra og álagið verður óbærilegt.
En það væri svo lítið mál að minnka þetta stökk og létta á álagi krakka.
Með smá áhuga og vilja væri hægt að feta í spor annara samfélaga og opna ungmennahús. Það myndi hafa ótrúlega jákvæð áhrif á félagslífið og almenna líðan unga fólksins, þá sérstaklega fyrir þá sem eiga erfitt uppdráttar í félagslífinu. Unga fólkið ætti loksins einhvern stað til að leita á þar sem stuðlar að heilbrigðu og hamingjusömu félagslífi. Þau gætu mætt til að fá sér einn rjúkandi kaffibolla og lært, spjallað, stofnað hópa og framkvæmt hinar ýmsu hugmyndir sem þeim liggur á hjarta.

12179164_910262455720028_1987427832_nVið ákváðum að prófa spyrja fólk frá aldrinum 15-25 ára um hvort að þau myndu nýta sér ungmennahús ef það væri til staðar og niðurstöðurnar voru mjög jákvæðar eins og sést á súluritinu hér til hægri.

Það er því ljóst að fólk myndi nýta sér ungmennahúsið og að það sé mikil þörf fyrir því fyrir þennan aldurshóp í samfélaginu okkar.
Núna er búið að reyna á þessa hugmynd í meira en eitt ár í ungmennaráðinu og enn hefur ekkert gerst eða heyrst og við skorum því að ykkur, kæra bæjarstjórn- og ráð, að hlusta á okkar rödd og gera samfélagið betra fyrir alla aldurshópa!

Áróra Dröfn, Ólöf María og Sunna Dögg