Frá Hafnarfirði í Hornafjörð

1601125_910212979007895_6606006181252503681_n Að flytja úr stóru samfélagi yfir í lítið samfélag er stórt stökk, sérstaklega fyrir ungt fólk. Það er gríðalega mikill munur á að alast upp í Hafnarfirði öll sín æskuár og klára grunnskólann þar og flytja svo í allt annað og miku minna umhverfi nokkuð hundruð kílómetrum í burtu frá þar sem maður ólst upp. Ég veit ekki út í hvað ég var að fara, ég var að fara byrja í framhaldsskóla einhverstaðar út á landi og ég vissi ekki einu sinni að FAS (Framhaldsskólinn í  Austur-Skaftafellsýslu) væri til því þetta var væri svo lítill bær. Ég fór algjörlega ein með fjölskyldunni minni og þekkti ekki neinn. Fyrstu mánuðina var ég frekar neikvæð gangvart þessu öllu saman og var með mikla heimþrá, vildi ekki fara út úr húsi og kynnast fólki. Ég tók svo ákvörðun um hætta þessu væli og kynnast fólkinu hér. Það gekk mjög vel og tókst mér mjög vel að komast inn í hópinn og kynnast þessu hressa og skemmtilega fólki.

Það er þó mikill munur á því að búa í stóru samfélgi og skipta yfir í lítið samfélag en nokkurnvegin sömu leikreglur. Það tekur smá tíma að læra og aðlagast nýjum leikreglum. Einn af helstu kostunum við að búa í litlum bæ er sá að það er allt svo stutt frá öllu og er það mjög gott. Það voru mikil viðbrigði fyrir mig að sjá hvað þetta er lítið samfélag, hvað allir eru nánir  og „allir“ þekkja „alla.“ Ég er enn þann dag í dag einu og hálfu ári seinna að venjast því að hitta fólkið sem ég með allan daginn í skólanum í búðinni eftir skóla eða í sundi um kvöldið, og eða hitta kennarana mína í göngutúr á sunnudagkvöldi og eða bara á djamminu á laugardagskvöldi. Þessu fann ég aldrei fyrir þegar ég bjó í bænum, það var mætt í skólann og ekki hist aftur fyrr en daginn eftir.

Skólakerfið hér er frábært hér finnst mér, þetta er svo fámennur skóli og hver og einn einstaklingur fær mjög góða og persónulega aðstoð með námið frá kennurum, það finnst mér vera mikill kostur. Félagslífið hér á Höfn er því miður ekki sterkt miða við hvernig félagslífið er í bænum, krökkunum hér finnst það líkt og mér, frekar slakt. Okkur finnst vanta einhverskonar ungmennahús líkt og félagsmiðstöð til að hittast og hafa gaman, það er ekkert svona hér. Ég hef fulla trú á því að ef að það kemur þá á félagslífið eftir að verða betri og krakkarnir jákvæðari. Eitt af því sem ég lært á því að flytja hingað er það að þrátt fyrir að við höfum ekki mikið hér í bænum eins og bíó, ísbúð eða fjölbreytta matsölustaði, þá er því alltaf reddað og gerum við gott úr því sem við höfum. Það finnst mér vera einn af stærstu kostunum við þennan bæ. Hef ég einnig tekið eftir því að þegar maður gerir sér ferð í bæinn, gerir maður vel við sig og leyfir sér miklu meira en þegar maður bjó sjálfur í bænum.

Þetta hefur verið mjög þroskandi að flytja svona út á lands svona ung því að þú ert að kynnast nýju umhverfi sem eru með allt öðruvísi en maður er vanur og læra nýjar reglur og viðmið. Þetta eina og hálfa ár sem ég hef búið hér hefur verið gríðalega lærdómsríkt og gaman. Mér líður vel hér og gengur vel í skólanum. Ég sé mig samt ekki fyrir mér búa hér í framtíðinni, vil ég fara aftur í minn gamla heimabæ og vinna þar, ég sé ekki mikla atvinnumöguleika fyrir mig hér.

Ég mæli eindregið með því að ef að ungt fólk fái tækifæri að flytja úr stóru samfélagi yfir í lítið nýti sér það og prufi og kynni sér aðstæður, þetta hefur verið lærdómsríkur og skemmtilegur kafli í lífi mínu.

If you never try you‘ll never know.

Björk Davíðsdóttir