Færslur

Það mega allir taka þátt

Vilhjálmur aðstoðar ungan frumkvöðul í Fablab smiðjunni

Vilhjálmur aðstoðar ungan frumkvöðul í Fablab smiðjunni

Vöruhúsið á Höfn er miðstöð skapandi greina og þar er margskonar aðstaða sem ung fólk getur nýtt sér. Við spurðum Vilhjálm Magnússon umsjónarmann Vöruhússins út í hvað stendur ungu fólki til boða í húsnu.

 

Að sögn Vilhjálms þurfa þeir sem vilja taka þátt í starfi Vöruhússinns að læra á öll þau tæki og vélar sem eru til staðar. Haldin eru námskeið og einnig er hægt að fá umsjónarmann Vöruhússins til þess að kenna sér. Til þess að meiga nota fatahönnunarstofu, málmsmíðarímið, ljósmyndastúdíóið og leir ofninn þarf að kunna á öll tækin. Í Fab lab smiðjunni er alltaf starfsmaður þannig að hver sem er getur mætt í almennu opnunartímana.

 

Ef ungt fólk eða aðrir hafa áhuga á því að nýta rýmin þá þarf viðkomandi að hafa samband við umsjónarmann Vöruhúss og fundin er tími til þess að læra á tækin eða fundin tími fyrir námskeið.

Ragnheiður í Millibör og Inga Kristín í fatasaumi.

Ragnheiður í Millibör og Inga Kristín í fatasaumi.

Það geta allir óháð aldri nýtt húsið á opnunartíma þess en til þess þarf að hafa samband við umsjónarmann og semja um notkun hússins. Þeir sem fá leyfi til að nota húsið utan opnunartíma fá lykla og jafnvel fasta aðstöðu eins og í tónlistar- og myndlistarrýmum hússins.Til þess að meiga vera utan opnunartíma þarf að vera orðin eldri en 18 ára. Fab Lab smiðjuna meiga allir nýta en krakkar undir 12 ára þurfa að vera í fylgd með foreldrum.

 

„Það er stefna Vöruhúss að bjóða ungi fólki að nýta húsið sem og það gerir. Við viljum sjá ungt fólk vinna í skapandi greinum og nýta sér alla þá möguleika sem eru í boði“, segir Vilhjálmur Magnússon umsjónarmaður Vöruhússins.

Björk Davíðsdóttir og Vigdís María Borgarsdóttir

Um vefinn
Vefurinn er verkefni nemenda í Fjölmiðlafræði í FAS en stofnun hans er hluti af þátttöku þeirra í fjölþjóðlegu verkefni sem Þekkingarsetrið Nýheimar er aðili að. Verkefnið sem ber heitið Mótstöðuafl (e. Opposing Force) felur í sér valdeflingu og umfjöllun um atgervisflótta og stöðu ungs fólks í dreifðum byggðum.

meira...

Ritstjórn
Anna Birna Elvarsdóttir, Björk Davíðsdóttir, Guðrún Ósk Gunnarsdóttir, Hafþór Snorrason, Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir, Katrín María Sigurðardóttir, Sóley Þrastardóttir, Sævar Örn Kristjánsson, Vigdís María Borgarsdóttir, Þorgeir Dan Þórarinsson, Þorsteinn Geirsson. Ábyrgðarmaður er Sigurður Mar Halldórsson.
Hafa samband
Hægt er að senda okkur fyrirspurnir eða tillögur að efni á netfangið ungrodd@gmail.com

Vinsamlega fylgdu & líkaðu við okkur 🙂